Færsluflokkur: Dægurmál

Er ekki tímabært að setja ferðaskatt á Össur.

Össur hefur greinilega ekkert hlustað á þjóðina. Ég veit ekki betur en að hinn stórglæsilegi Icesave-samningur hafi verið felldur í atkvæðagreisðslu ,man ekki úrslitin 97 á móti 3% minnir mig, en ég held að fólk hafi ekki haft hugmyndaflug til að láta sér detta í hug að það væri að kjósa um "TÍMAVIRÐI" skuldarinnar. Ég er nokkuð viss um að tímavirði gáfnafars utanríkisráðherra sé orðið frekar lítið ef nokkuð. Eitt er allavega víst að hann er orðinn okkur alltof dýr. Því held ég að rétt sé að skattleggja ferðalög hans til útlanda og hafa skattinn það háann að lífeyririnn sem hann fékk þegar hann seldi grandalausu, ómerkilegu almúgafólki verðlaus hlutabréf eða stofnfjárbréf ,eða hvað þetta heitir, í SPRON hrökkvi ekki til. Ég segi ómerkilegu vegna þess að þannig líta þessir kónar á óbreytta þegna landsins. Burt með þetta pakk en samt ekki út fyrir landsteinana.
mbl.is Aldrei spurning um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norænn velferð sunnan heiða.

Líklega á norræna velferðin ekki að ná út fyrir 101 Reykjavík. Þetta blessað hyski sem situr á Alþingi núna er búið að loka sig frá þjóðinni og hefur ekki hugmynd um hvað gerist utan veggja þingsins. Æ jú nú var ég að vanmeta pakkið. það er alveg með á hreinu hvað AGS vill og það veit líka hvað bankarnir þurfa til að vera sterkir, eins og kommúnistaleiðtoginn kallar það. Alla vega er á hreinu að allt þeirra ráðleysislega brall snýst allt um að verja bankana fyrir sveltandi skrýlnum sem er að tapa aleigu sinni. Og best er  að loka bara allri heilbrigðisþjónustu ,fyrst utan Reykjavíkur svo þegar það dugar ekki til þá hérna líka. Og lífeyrissjóðirnir mega ekki tapa. þeir eru búnir að afhenda glæpamönnunum sem allt settu á hausinn tugi eða hundruð milljarða en ef almenningur ætti að fá krónu í leiðréttingu þá er hætta á að við fengjum svo lágan lífeyri að við gætum ekki borgað af útblásnu lánunum í ellinni. Ég fyrir mitt leiti vildi frekar vera skuldlaus í ellinni með lágan lífeyri en með 10 - 20 % hærri ellilaun og stórskuldugur.

Er þetta ekki að verða gott hjá Jóhönnu og Steingrími. Finnst ykkur það ekki.


mbl.is „Fólk fór að gráta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þarf að standa saman -nú þarf að standa saman -nú þarf að st...........

Finnst eins og ég hafi heyrt þetta áður ,gott ef það var ekki frá sömu konu. Alveg merkilegt hvað þarf mikla samstöðu þegar eitthvað á að gera fyrir almenning. Það þurfti enga samstöðu um daginn þegar dómurinn féll í lánamálinu, þá var stjórnin tilbúin með lagafrumvarp til að tryggja sama óréttlætið fyrir alla. Man ekki eftir mikilli samstöðu hjá þjóðinni um það mál. Núna þarf samstöðu um að koma þessu liði burt.
mbl.is Kaupleigurétt á eignir við lokasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra að vinna en vinna.

Merkilegt með VG. Þau virðast ekki skilja að ekkert mun gerast hér annað en að lífið drabbast niður og eymdin verður meiri og meiri ef ekki má gera nokkurn skapaðan hlut til að byggja upp atvinnu. Þau röfla og röfla um að tryggja hag heimilanna (en hugsa eingöngu um hag bankanna) en spyrna við fótum þegar eitthvað á að byggja upp. Greinilegt er að Svandísi finnst meira áríðandi að vinna dómsmál sem kæmi litlu sveitarfélagi í fjárhagslegan bobba en að langþreyttir , skuld og skattpíndir Íslendingar fái vinnu. NORRÆN VELFERÐ?
mbl.is Svandís áfrýjar dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tau nart við hjarta á mær.

Ég veit ekki hvort fyrirsögnin er rétt skrifuð hjá mér en ég á bara ekki betri orð til að lýsa tónleikunum sem ég fór á í Langholtskirkju á laugardagskvöldið. Þar voru Jógvan Hansen og Seytjan sangarar frá Klakksvik í Færeyjum. Kórinn heitir þetta þó ég sæi aldrei nema 14 söngvara en það dugði. Þetta var kannski ekki besti kór sem ég hef heyrt í en upplifunin var samt mögnuð. Ég hef heyrt í úrvalssöngvurum sem er leiðinlegt að hlusta á en það eru líka til slakir söngvarar sem gefa svo mikið af sér að maður heillast algjörlega. Þetta voru fínir söngvarar sem náðu mér algjörlega með fínni dagskrá og góðum flutningi. Sérstaklega fundust mér sópranraddirnar tærar og fallegar. Tvisvar hef ég komið til  Færeyja og núna langar mig aftur. Mikið óskaplega eru Færeyingar skemmtilegt fólk.  Svo eru þeir líka vinir okkar.

 

 

 


Ömurlegt að heyra.

Það er ömurlegt að vita til þess að svona hlutir gerist hér. Einnig finnst mér ömurlegt að lesa fréttir af nánast hverju sem er sem eru svo illa skrifaðar að ég held að 9 ára krakkar geti betur. Ég vil að Morgunblaðið taki sig á og fari aftur að gera kröfur um málfar hjá blaðamönnum.

Smá ábending.

Lengi vel var Morgunblaðið eitt um að skrifa orðið "stemmning" rétt, maður sá annarsstaðar ýmist "stemming" eða "stemning" en Mogginn  gafst upp og nú er bara stemning á leikjum.

Ég veit ekki með ykkur en það er engin stemmning fyrir stemningu hjá mínu fólki.

Siggi Sig.


mbl.is Námu konu á brott í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðasaga Ítala

Varðandi seinkunina á fluginu þá var framkoma IE við farþega til háborinnar skammar. ég var með Ítali hjá mér sem áttu pantað flug sem átti að fara kl. 15:50 á laugardag. kl 9 um morguninn sáum við að fluginu hafði verið seinkað til 21 sem var gott og blessað að vita, við gæatum notað daginn í skoðunarferðir. Þegar við eru lögð af stað og erum á leið austur fyrir fjall kl. rúmlega 12 á hádegi fréttum við að flugið sé komið á áætlun sem sagt kl 15:50. Mér fannst þetta frekar ólíklegt og hringi í öll númer sem ég gat fundið en fékk hvergi samband við flugfélagið "ferðaskrifstofuna" en náði í stjórnstöð flugstöðvar, Þar var mér sagt að flugið væri á áætlun þannig að við snérum við. Þegar við erum komin í bæinn aftur fær einn farþeginn SMS , það voru fyrstu og einu upplýsingarnar sem þeir fengu um breytingar, um að fluginu hefði verið seinkað til 20:00. Þau voru orðin leið á þessum hringlandahætti þannig að við fórum heim og mættum síðan á flugvöllinn í fyrra fallinu þar sem þau vildu eyða tíma í flugstöðinni. síðan tók við seinkun á seinkun ofan og flugið fór í loftið kl. 1:15 um nóttina. þegar ég hef flogið með Icelandair hef ég alltaf fengið góðar upplýsingar um allar breytingar og í mínum tillfellum hafa þær staðist. Málið er það að þetta er að gerast aftur og aftur hjá IE og þó ég eins og fleiri viljum hafa samkeppni þá er ekki hægt að láta bjóða sér hvað sem er.


Vonar að persóna þín flækist ekki fyrir við afgreiðslu málsins.

Það er til góð lausn á þessu máli Björgólfur. Komdu þér frá borðinu ,komdu þér burt og láttu ekki sjá þig hér aftur. Þá verðurðu ekki fyrir neinum.
mbl.is Skilur réttláta reiði almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Indriði H. Þorláksson

Indriði H. Þorláksson svarar Helgu Jónsdóttur í Morgunbblaðinu í dag. Eins og fyrri daginn eru öll rök Indriða eins og skrifuð af Bretum og Hollendingum. Er furða að fólk spyrji sig hvað þessir menn voru að gera í samninganefndinni. Er það kannski rétt sem fólk heldur fram að Jóhönnu og hennar samfylkingu langi svo í ESB að ekki hafi mátt láta reyna á okkar kröfur eða rétt? Ekki hafi mátt styggja stóru ríkin í sambandinu? Ef það er ástæðan er aðildin ansi dýru verði keypt.

Langþreytt Icesave.

Hvernig var það með þessa blessuðu samninganefnd Svavars Gestssonar, ætli hún hafi bara skilið nei en ekki kunnað að segja það? Það er alveg sama hvað sérfræðingar tala og hvað þeir benda á, allt var reifað við Breta og Hollendinga en þeir sögðu nei. Þá var það ekki rætt meira. Gjalddaginn á innlánstryggingunum átti að vera um mitt ár en vextirnir telja frá áramótum. Við urðum að koma til móts við þá sagði Indriði. Eftir því sem flestir lögfræðingar segja eigum við fyrstu kröfu í þrotabúið en við látum þá hafa 2/3. við urðum að koma til móts við þá.

Er það skrýtið að Steingrímur hafi talað um stórglæsilega niðurstöðu úr samningunum? Bretar og Hollendingar eru örugglega sammála því.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband