Tau nart viđ hjarta á mćr.

Ég veit ekki hvort fyrirsögnin er rétt skrifuđ hjá mér en ég á bara ekki betri orđ til ađ lýsa tónleikunum sem ég fór á í Langholtskirkju á laugardagskvöldiđ. Ţar voru Jógvan Hansen og Seytjan sangarar frá Klakksvik í Fćreyjum. Kórinn heitir ţetta ţó ég sći aldrei nema 14 söngvara en ţađ dugđi. Ţetta var kannski ekki besti kór sem ég hef heyrt í en upplifunin var samt mögnuđ. Ég hef heyrt í úrvalssöngvurum sem er leiđinlegt ađ hlusta á en ţađ eru líka til slakir söngvarar sem gefa svo mikiđ af sér ađ mađur heillast algjörlega. Ţetta voru fínir söngvarar sem náđu mér algjörlega međ fínni dagskrá og góđum flutningi. Sérstaklega fundust mér sópranraddirnar tćrar og fallegar. Tvisvar hef ég komiđ til  Fćreyja og núna langar mig aftur. Mikiđ óskaplega eru Fćreyingar skemmtilegt fólk.  Svo eru ţeir líka vinir okkar.

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband