Færsluflokkur: Bloggar
18.10.2010 | 22:38
Stjórnlagaþing.
Bloggar | Breytt 19.10.2010 kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2008 | 15:09
Strætó í Grafarholti.
Ég hef verið að nota strætó öðru hverju og þá yfirleitt tilneyddur. Hérna í Grafarholtinu háttar þannig til að leið 18 gengur hér en eingöngu á 30 mínútna fresti. Þar að auki eru notaðir ýmist gamlir og lúnir vagnar eða lítill vagn sem er eins og hestakerra. Hastur og óvistlegur. Ég er viss um án þess að kynnt mér það til hlítar að ekkert hverfi í borginni sé með hálftíma tíðni á vögnunum. Mér finnst þetta skjóta frekar skökku við því engin þjónusta er í þessu hverfi fyrir utan grunnskóla. Heilsugæsla , bókasafn og önnur þægindi sem flestir borgarbúar hafa innan seilingar þurfum við að sækja í önnur hverfi, annað hvort þá Árbæ eða Grafarvog. Ég hef ekki orðið var við að við fengjum afslátt af strætógjöldum hvað þá að við borgum lægri skatta hér heldur en aðrir íbúar borgarinnar þrátt fyrir nánast enga þjónustu. En kannski hef ég yfirmenn borgarinnar fyrir rangri sök. Líklega eru þeir að ræða þetta á vettvangi umræðustjórnmálanna lýðræðislegu. En ef þau eru svona lýðræðisleg mundi ég vilja heyra eitthvað frá þeirri umræðu eki bara hvað á að gera við kofana á Laugaveginum. Sem borgarstjórn reyndar treysti sér ekki til að ákvarða neitt um heldur lét húsfriðunarnefnd um skítverkin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2008 | 14:26
Blessuð umræðustjórnmálin.
Við höfum öll orðið vitni að þessari fádæma vitleysu sem hefur verið í gangi á Laugaveginum að undanförnu. Þar sem menn sem voru búnir að leggja í gríðarlegan kostnað og höfðu fengið öll leyfi til að rífa hús og byggja hótel í staðinn. Þetta lýsir umræðustjórnmálum betur en flest annað. Það er ekki eins og þessir menn hafi verið að fá hugmyndina í gær heldur er þetta búið að vera í undirbúningi í mörg ár. Á sama tíma og þeir hafa unnið sína vinnu hefur málið verið rætt í borgarstjórn fram og til baka og meira segja samþykkt. Þegar gröfurnar voru mættar á staðinn mætti hinn glæsilegi borgarstjóri leit yfir svæðið haukfránum augum sveiflaði makkanum og sagði: eigum við ekki að hinkra með þetta strákar, ég hef aðgang að tékkhefti. Hinn stórmerkilegi vettvangur umræðustjórnmálanna R-listinn (þó hann heiti eitthvað annað í dag) hefur haft rúm 12 ár til að undirbúa málið þannig að ekki færi svona. En þetta er eðli umræðustjórnmála að ræða málin (lýðræðislega) og taka svo hálfgerðar ákvarðanir þegar menn eru komnir upp að vegg. Þetta er snilld. Það var ekki meira mál fyrir Dag ,að lofa tugum ef ekki hundruðum milljóna úr okkar vasa, heldur en var fyrir okkur félagana að panta góðan bíl í gamladaga og kaupa flösku á svörtum. Ég var jú með hefti, en munurinn var sá að ég borgaði sjálfur óráðssíuna og ruglið, ekki skattgreið-endur.
Væri ekki rétt að fara hætta þessu endalausa blaðri og reyna að taka einhverjar ákvarðanir og það sem skiptir mestu máli ,standa við þær.
Hvernig var það annars? Hefur eitthvað verið rætt um Sundabraut?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2008 | 14:06
Fátækt á Íslandi.
Rétt fyrir jól varð ég vitni að fátæktinni á Íslandi. Ég var að taka olíu á bílinn minn í sjálfsala og sá þá manneskju sem sat inní bíl og talaði í farsíma hágrátandi. Hún veifaði allskyns kortum ótt og títt og tárin flóðu. Síðan byrjaði hún að gramsa í tösku sem hún var með og fann að lokum krumpaðan 1000 kall og fór út og náði að dæla bensíni á bílinn. Hún settist inn í bíl á ný og ók í burtu og enn grátandi. En ég er viss um að 10 milljónkróna jeppinn sem hún var á hefur ekki farið langt á sopanum sem hún náði sér í.
Mér finnst ekkert flott við það að aka um á glæsibílum en eiga ekki fyrir bensíni. Ég held að fólk ætti að fara að hugsa sinn gang og finna út hvað það er sem skiptir máli í þessu lífi. Ég held að mesta fátæktin sé í kollinum á fólki hvort sem það á mikinn eða lítinn pening.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2008 | 20:15
Hvað er hún að meina?
Steinunn Valdís Óskarsdóttir kvartaði yfir því að Vegagerðin hagaði sér eins og stjórnmálaflokkur þegar hún mælti með eyjaleiðinni fyrir Sundabraut. Hvað átti hún við? Í sama viðtali sagði hún að Vegagerðin misskildi hlutverk sitt því hún væri þjónustufyrirtæki á vegum ríkisins sem ætti að ráðleggja ríki og sveitafélögum um vegagerð. Það að Vegagerðin mæli með eyjaleiðinni er það ekki ráðgjöf? Vegagerðinn hefur sínar forsendur fyrir þessari leið og það sem ég held að fari fyrir brjóstið á Steinunni og öðrum sjálfhverfum Reykvíkingum sé að þær forsendur miðast ekki eingöngu við miðborg Reykjavíkur. Ég held að fólk sé orðið svo firrt í draumsýninni um sælureit í miðbænum að það sér ekki aðalatriðið í málinu. Þ. e. að Sundabrautin á að þjóna fleirum en Reykvíkingum. Hún á að þjóna vestur og norðurlandi líka og þá sem tenging við suðvesturlandið, ekki bara við miðborgina. Það gerist nefnilega ýmisleg fyrir utan sælureitinn. T.d. er stór verslunarkjarni bæði í Kópavogi, Kringlunni, Skeifunni og Mjódd. Svo er það sem skiptir ekki síður máli það er Keflavíkurflugvöllur. Þar er einhver mesti vaxtarbroddurinn í fiskútflutningi frá landsbyggðinni og þeir sem aka fiskinum suður á völl þurfa ekkert á því að halda að taka rúntinn niður Laugaveginn.
Það er rétt hjá þér Steinunn, Vegagerðin á að gefa ráð og það var hún að gera. En ráðgjöfin miðast við heildina ekki miðborg Reykjavíkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 22:01
Röskur = asni.
Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur þar sem hún hvetur menn til að nota annað orð en röskur í auglýsingum eftir félagsráðgjöfum. Af greininni má lesa að annað hvort hefur Sigrún það álit að ef menn taka til hendinni og sýna röskleika þá taki þeir rangar ákvarðanir eða að röskleiki þýði sama og asnaskapur. Nefndi hún sérstaklega meðferð drengjanna í Breiðuvík í þessu sambandi. Ég held sjálfur að það fólk sem sendi drengi til Breiðavíkur hafi ekki endilega verið röskt, heldur í besta falli fáfrótt en í versta falli asnar. Kannski vantaði röskan félagsráðgjafa sem var tilbúinn að berjast gegn þeirri meðferð sem drengirnir sættu.
"Auglýsið frekar eftir velmenntuðum og íhugulum félagsráðgjafa" segir hún í greininni. Ég tek undir með Sigrúnu að vel menntaður félagsráðgjafi er góður kostur en íhygli og röskleiki getur alveg farið saman. Hvað ætli mörg börn hafi búið við óviðunandi aðstæður bæði á sál og líkama á meðan íhugult fólk velti málum þeirra fyrir sér. Á meðan þeirra mál voru hugsuð fram og til baka hefur ótalinn fjöldi barna verið skaðaður á sál og líkama og mörg þeirra bera þess aldrei bætur. Ég vil benda á að þrátt fyrir ótal kvartanir um meðferðina á Breiðuvíkurdrengjunum var ekkert gert í áratugi. Kannski vegna þess að einhverjir voru að íhuga málin. Hefði ekki verið betra þeirra vegna að einhver hefði sýnt rögg og látið hendur standa fram úr ermum til að stöðva sálarmorðin.
Thelma Ásdísardóttir (ég bið Thelmu afsökunar á að nota hennar nafn í þessu sambandi) sagði átakanlega sögu sína fyrir nokkrum árum. Þar fer saga sem ég held að allir séu sammála um að aldrei megi endurtaka sig. Ég er nokkuð viss um að Thelma hefði þegið að einhver röskur félagsráðgjafi hjá Hafnarfjarðarbæ hefði tekið á þeim málum.
Sigurður Sigurðarson.
Bloggar | Breytt 15.1.2008 kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 11:12
365
Þurfti að fara í kringluna í gær. Heimsótti Vodafone eftir að hafa reynt að hringja í þjónustuver 365 miðla. Þar var staddur maður sem sagði farir sínar ekki sléttar. Símakortið hans virkaði ekki og eðlilega vildi hann nýtt og lagði ríka áherslu á að gamla kortinu yrði hent. Eins og í því væri illur andi sem þyrfti að koma í lóg. Til viðbótar þessu vildi hann fá nýtt númer því gamla númerið var ljótt. Ég held að kallgreyið hafi arið öfugu megin framúr. Sennilega býr hann í 101 og vaknað fyrir allar aldir við það að einhver var að mýga á varinhelluna hjá honum. Ég dáðist að konunni sem afgreiddi manninnn. Hún hélt ró sinni hveernig sem hann ólmaðist og skammaðist. Og hún leysti úr öllum hans vandamálum , hann fékk nýtt kort og nýtt númer (sem hljómaði miklu verr en gamla númerið) og konan sannfærði manninn um að það væri svo gott munstur í þessu númeri. Ég þakka kærlega fyrir mig Sagði maðurinn í kveðjuskyni brosandi út að eyrum. Núna er ég á leið til 365 miðla til að fá leyst úr málunum átti að leysa í gær hjá Vodafone.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 22:25
Flottur leikur
Frábær leikur hjá íslensku strákunum í kvöld. Þessi leikur sýndi okkur að það er ekki alltaf geta liðanna á pappírnum sem skiptir máli heldur er það hugarfarið. Strákarnir misstu greinilega aldrei sjónar á markmiðinu sem Siggi hafði lagt upp með. Síðan kórónuðu þeir leikinn með frábærri taktík á lokasekúndunum og ekki var verra að vera örlítið heppinn í restina. En það er þannig með heppnina að maður þarf að hafa soldið fyrir henni. Þá á ég við að heppni dugar ekki til ef lið heldur sér ekki inní leiknum allan tímann. En strákarnir gerðu það svo sannarlega í kvöld. Til hamingju Ísland.
Siggi Sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 14:51
Glæsimark.
Glæsilegt mark hjá Bjarna Guðjóns sem smellhitti boltann þrátt fyrir að hafa verið pressaður stíft í bak og fyrir ein og allir sáu. Baldur var 4 metra fyrir aftan hann og Ómar Jóhanns var á leið úr markinu greinilega til að takla Bjarna.
Framkoma Skagamanna eftir þetta,með Guðjón í broddi fylkingar, er hreint með ólíkindum. Engin var að pressa Bjarna , það sést vel í sjónvarpi og þegar Guðjón heldur því fram að viðbrögð Keflvíkinga hafi orðið til þess að ekki væri hægt að leiðrétta leikinn er náttúrulega mesta bull sem maður hefur heyrt. Viðbrögð Keflvíkinga voru mjög skiljanleg. En hvernig Skagamenn tóku á málinu bendir til þess að þeim hafi þótt þetta í lagi og eðlilegur hluti af leiknum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)