Fátækt á Íslandi.

Rétt fyrir jól varð ég vitni að fátæktinni á Íslandi. Ég var að taka olíu á bílinn minn í sjálfsala og sá þá manneskju sem sat inní bíl og talaði í farsíma hágrátandi. Hún veifaði allskyns kortum ótt og títt og tárin flóðu. Síðan byrjaði hún að  gramsa í tösku sem hún var með og fann að lokum krumpaðan 1000 kall og fór út og náði að dæla bensíni á bílinn. Hún settist inn í bíl á ný og ók í burtu og enn grátandi. En ég er viss um að 10 milljónkróna jeppinn sem hún var á hefur ekki farið langt á sopanum sem hún náði sér í.

Mér finnst ekkert flott við það að aka um á glæsibílum en eiga ekki fyrir bensíni. Ég held að fólk ætti að fara að hugsa sinn gang og finna út hvað það er sem skiptir máli í þessu lífi. Ég held að mesta fátæktin sé í kollinum á fólki hvort sem það á mikinn eða lítinn pening.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guttormur

Sammála

Guttormur, 16.1.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband