Röskur = asni.

Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur þar sem hún hvetur menn til að nota annað orð en röskur í auglýsingum eftir félagsráðgjöfum. Af greininni má lesa að annað hvort hefur Sigrún það álit að ef menn taka til hendinni og sýna röskleika þá taki þeir rangar ákvarðanir eða að röskleiki þýði sama og asnaskapur. Nefndi hún sérstaklega meðferð drengjanna í Breiðuvík í þessu sambandi. Ég held sjálfur að það fólk sem sendi drengi til Breiðavíkur hafi ekki endilega verið röskt, heldur í besta falli fáfrótt en í versta falli asnar. Kannski vantaði röskan félagsráðgjafa sem var tilbúinn að berjast gegn þeirri meðferð sem drengirnir sættu.

"Auglýsið frekar eftir velmenntuðum og íhugulum félagsráðgjafa" segir hún í greininni. Ég tek undir með Sigrúnu að vel menntaður félagsráðgjafi er góður kostur en íhygli og röskleiki getur alveg farið saman. Hvað ætli mörg börn hafi búið við óviðunandi aðstæður bæði á sál og líkama á meðan íhugult fólk velti málum þeirra fyrir sér. Á meðan þeirra mál voru hugsuð fram og til baka hefur ótalinn fjöldi barna verið skaðaður á sál og líkama og mörg þeirra bera þess aldrei bætur. Ég vil benda á að þrátt fyrir ótal kvartanir um meðferðina á Breiðuvíkurdrengjunum var ekkert gert í áratugi. Kannski vegna þess að einhverjir voru að íhuga málin. Hefði ekki verið betra þeirra vegna að einhver hefði sýnt rögg og látið hendur standa fram úr ermum til að stöðva sálarmorðin.

Thelma Ásdísardóttir (ég bið  Thelmu afsökunar á að nota hennar nafn í þessu sambandi) sagði átakanlega sögu sína fyrir nokkrum árum. Þar fer saga sem ég held að allir séu sammála um að aldrei megi endurtaka sig. Ég er nokkuð viss um að Thelma hefði þegið að einhver röskur félagsráðgjafi hjá Hafnarfjarðarbæ hefði tekið á þeim málum.

Sigurður Sigurðarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband