365

Þurfti að fara í kringluna í gær. Heimsótti Vodafone eftir að hafa reynt að hringja í þjónustuver 365 miðla. Þar var staddur maður sem sagði farir sínar ekki sléttar. Símakortið hans virkaði ekki og eðlilega vildi hann nýtt og lagði ríka áherslu á að gamla kortinu yrði hent. Eins og í því væri illur andi sem þyrfti að koma í lóg. Til viðbótar þessu vildi hann fá nýtt númer því gamla númerið var ljótt. Ég held að kallgreyið hafi arið öfugu megin framúr. Sennilega býr hann í 101 og vaknað fyrir allar aldir við það að einhver var að mýga á varinhelluna hjá honum. Ég dáðist að konunni sem afgreiddi manninnn. Hún hélt ró sinni hveernig sem hann ólmaðist og skammaðist. Og hún leysti úr öllum hans vandamálum , hann fékk nýtt kort og nýtt númer (sem hljómaði miklu verr en gamla númerið) og konan sannfærði manninn um að það væri svo gott munstur í þessu númeri. Ég þakka kærlega fyrir mig Sagði maðurinn í kveðjuskyni brosandi út að eyrum. Núna er ég á leið til 365 miðla til að fá leyst úr málunum átti að leysa í gær hjá Vodafone.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband