Þvílík ósvífni í pöbulnum.

forsvarsmenn lífeyrissjóðanna , sem eru búnir að henda tugum eða hundruðum milljarða í heimskulegar fjárfestingar, hundruðum milljóna í laun og fríðindi fyrir óhæfa framkvæmdastjóra og tugum milljóna í veisluhöld og gæluverkefni eins og kaup á ensku knattspyrnuliði, kveina eins stungnir grísir þegar rætt er um að leiðrétta fáránlegar endurgreiðslur almennings á okurlánunum. Stjórnir sjóðanna hafa hagað sér eins og krakkar í sælgætisbúð innan um peningana okkar og dælt þeim hingað og þangað og þegar kvartað er undan níðingshætti þeirra og fólk vogar sér að biðja um nýjar stjórnir er okkur sagt að þetta komi okkur ekki við. Ég held að mesta hyskið í öllum hamförunum undanfarin ár sé pakkið sem stjórnar þessum sjóðum. Hvað er hægt að hugsa sér betra en að fá mánaðarlega 12% af launum allra starfandi manna á Íslandi og geta vélað um hvað gert er við þann pening og ekki nóg með það, heldur bíta þeir höfuðið af skömminni með því að segja fólki hreinlega að halda kjafti því þeir verði að fá tækifæri til að taka til eftir sig. Þvílíkt rusl. Burt með þetta lið.
mbl.is „Aðför að lífeyrissparnaði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

þetta sama fólk hefur ávaxtað fé sjóðanna og eflt þá í gegnum árin - en gleymum því bara - það hentar einkar vel að taka þína afstöðu - það er svo þægilegt - þá er ekki verið að tala um algjörlega vanhæfa ríkisstjórn á meðan.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.10.2010 kl. 07:16

2 Smámynd: Sigurður Sigurðarson

Í hverju hefur þessi ávöxtun falist. T.d. óefnislegum eignum banka og fjármálafyrirtækja. Hver hefur ávöxtun þeirra verið undanfarin ár heldur þú að hún dugi til að mæta 37% rýrnun eigna í lífeyrissjóði verkfræðinga. Ég held ekki. Og ti að upplýsa þig betur þá getur þú séð að ég er ekki par hrifinn af þessari ríkisstjórn tel reyndar að hún sé meira en vanhæf held að hún sé stórhættuleg. 

Sigurður Sigurðarson, 15.10.2010 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband