Færsluflokkur: Löggæsla

Stjórnlagaþing.

Hátt í 500 manns bjóða sig fram til stjórnlagaþings samkvæmt fyrstu fréttum. Ég vil vara fólk við of miklum væntingum. Ég skil vel reiði fólks vegna alls sem á hefur gengið undanfarin 2 ár og náttúrulega miklu lengur ef út í það er farið. En því miður þá held ég að að fyrirhugað stjórnlagaþing sé eingöngu enn eitt lýðskrumið, búið til í smiðju Jóhönnu og Steingríms til að reyna að kaupa sér frið. Mín rök eru þau að ef þau meintu eitthvað með þessu þá hefðu þau samþykkt einfalda breytingu á stjórnarskránni um að breytingar hér eftir hefðu þurft að fara í þjóðaratkvæði. Þau hefðu getað komið því í gegn á síðasta þingi og klárað breytinguna strax eftir kosningar. Þá hefði stjórnlagaþingið haft einhverja meiningu. Núna verður eytt 500 milljónum í þessa sýningu síðan fer niðurstaðan fyrir þingið og þar verða tillögurnar skoðaðar og útþynntar, velt fram og til baka í áratug eða svo áður en að einhver lítilmótleg breyting sem engu máli skiptir verður samþykkt. Sjáið þið þetta virkilega ekki? Jóhanna ,Steingrímur og þeirra slekti er ekkert öðruvísi en dótið sem hefur verið þarna áður. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband